Hveró í einum hvelli ...

27164499_10155409483748348_8984493212304877399_oHinn ráðvandi & ráðagóði dr. Gylforce reif sig í góða ferð með ungviðið úr mennta- & menningarsetrinu við Fannborgina, hvar við héldum austur fyrir fjall. Nema hvað.

Eptir stuttan rúnt með leið 4 upp í Mjódd skellti dr.-inn sér í leið 51 með ungviðið. Að þessu sinni var förinni heitið til Hveragerðis. Vagnar sem aka út á land eru í flestum tilfellum blágulir á litinn. 

27294175_10155409977598348_1411310468_nVagninn var á leið til Víkur - en nemur auðvitað staðar í Hveragerði & Selfoss - & heldur svo áfram alla leið að Höfn í Hornafirði eptir stuttan stans í Mýrdalnum.

Hópbílar annast akstur á leið þessari & bjóða oss vagnverjum upp á fína Irisbusvagna, þýðlegan akstur, gott fótapláss & vitaskuld bílbelti í hverjum sæti - en ekki hvað???

Í blágulum er hátíð í bæ
börkinn heila seiðir.
Ávallt ég minn fiðring fæ
er fer hann sínar leiðir.



Bloggfærslur 23. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband