Velkomin í vagnakerfið ...

leið7cVelkomin í vagnakerfið
virðulega leið.
Ekur um nýja úthverfið
alls ekki hraðskreið.

Hinn létti & lánsami dr. Gylforce lagðist loks í leiðangur & hélt á vit vagna, enda ekki hægt annað á fyrsta degi nýrrar vetraráætlunar. En ekki hvað???

Dr. Gylforce fannst nýja leiðin - leið 7 - áhugaverðust við leiðakerfisbreytinguna þennan svellhála sunnudag & ákvað að sækja Grafvæginga heim. Nema hvað.

leið7aDr.-inn sté stoltur inn í leið 24 við Mjódd okkar Breiðhyltinga & hélt með henni alla leið að Spöng þeirra Grafvægina. Doksi kallinn var spenntur mjög vegna leiðar sjö & hapði aldrei þess vant annan vagnverja sér til fulltingis.

Nýja leiðin ekur frá Spönginni eystur í Mosfellsbæ & tengir saman nýju hverfin við Helgafellsland & Leirvogstungu.

Númerið sem byggðasamlagið hefir gefið leiðinni er skrýtið & betra væri að hafa hana á pari við hverfaleiðir - enda er hún ein slík - & nefna hana t.d. leið 32. Hvað um það.

leið7Tímasetningar leiðarinnar eru aukinheldur furðulegar. Á kvöldin & um helgar leggur leið 7 af stað frá Spönginni 06 & 36 mín. yfir heila tímann sem rímar einungis við leið 18 en ekki leið 6 & 24. Humm, humm??? 

Þegar leið 6 er með 10 mínútna tíðninni - sem er mikið fagnaðarefni - er málunum öðruvísi farið.

Öngvu að síður átti dr.-inn unaðsþrásetu & yndislangdvöl í þessari nýju leið með 156 Iveco Crossway vagninum & voru um fjórir verjar með í för að doksa kallinum frátöldum.

Nú er bara að kynna sér næstu leiðir sem tekið hafa breytingum: leið 2, 6, 21 & 28. Maður lifandi!


Bloggfærslur 7. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband