Hámenning í heil 13 ár ...

depositphotos_184926862-stock-illustration-logo-design-years-anniversary-whiteUpp á dag fyrir þrettán árum hóf dr. Gylforce upp raust sína sem enn hefir eigi þagnað. Doksi kallinn hefir bloggað á þremur síðum, fyrst straeto.blogcentral.is, svá dr-inn.blog.is & loks hér.

Fyrir um þrettán árum var ekki feitan gölt að flá er kom að umræðu & notkun almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðiunu. Maður lifandi! Reyndar hapði þá um sumarið nýju leiðakerfi verið hleypt af stokkunum hjá Strætó bs. en allt kom fyrir ekki.

Vagnarnir voru að mati flestra einungis fyrir grunnskólanemendur & gamalmenni, geðsjúka & grey. 

Góðu heilli hefir það breyst mjög til batnaðar & virðist flóran af vagnverjum vera bara orðin hin fjölbreytilegasta.

Já, margt hefur áunnist & verið til bóta en enn er þó langt í land til þess að gera almenningssamgöngur að alvöru valkosti fyrir fólk. Máske mun fyrirhuguð Borgarlína breyta því, hvur veit?

Hvað um það. Dr.-inn nennir ekki að hanga í bloggi & hyggst halda á vit vagna & fagna áfanganum. Góðar stundir.


Bloggfærslur 25. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband