Miðflokksmuldrið ...

download

Hinn skilningsríki & skapgóði dr. Gylforce skilur lítt í borgarfulltrúa Miðflokksins, hvar hún kvartar & kveinar yfir auglýsingum á vögnum Strætó þessa dagana. Nema hvað.

Vigga í vagnarugli

Aukinheldur hefur hún fundið því allt til foráttu að ríkið leggi til tæplega 900 milljónir króna til almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu ár hvert. Samt er þetta sama manneskjan & vildi gefa frítt í vagnana í síðustu borgarstjórnarkosningum. Humm, humm???

Auglýsing Miðflokksins - frítt í strætó

Ef slíkt yrði gert kæmi það í hlut sveitarfélaganna sex, sem reka Strætó bs., að bæta við tæplega 2000 milljónum, sem eru fargjaldatekjur, við þær rúmlega 3000 milljónir sem þegar eru settar með sérstöku framlagi frá sveitarfélögunum í hið lostfagra leiðakerfi.

Vitaskuld er ríki ekki sama & sveitarfélag en öngvu að síður er málflutningur borgarfulltrúans ruglingslegur; má ríkið ekki styrkja samgöngur í höfuðborginni en eys svo miklum fjármunum í þær á landsbyggðinni???

Hér er eitthvað sem stemmir ekki. En hvað um það - yfir&út!

Miðflokksmuldrið ekkert nýtt
mig langar til að æla.
Vildu í vagna hafa frítt
en nú er Vigga að skæla.


Bloggfærslur 28. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband