Langhlaupið ...

Það berast ekki mikil gleðitíðindi í hálfsárs uppgjöri Strætó bs. Í upphafi árs var þjónustan bætt til muna sem ekki hefir skilað sér auknum fargjaldatekjum byggðasamlagsins. Má þar t.d. nefna næturakstur um helgar & sama tíðni yfir sumartímann.

Hafa verður þó í huga að sala á árskortum er áberandi betri seinni hluta árs, einkum vegna árskorta nema, þannig að skoða verður árið í heild.

Gleymum heldur ekki því að auka hlut almenningssamgangna í ferðavenjum höfuðborgarbúa er langhlaup.

Vonandi hefir stjórn Strætó bein í nefinu til þess að halda áfram að efla leiðakerfið þótt vissulega sé ljóst að breytingar, eins & gerðar voru í janúar, kosti talsverða fjármuni.

Vagnarnir eru jú vinir okkar!

Aksturstíminn var aukinn
öngvu breytir það.
Forkólfar fá á baukinn
hvur fjandinn er að???

Hálfsársuppgjör Strætó


Bloggfærslur 30. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband