Friður sé með yður ...

766C63AF5EF41607D3726EA0C8C5DDC8E08999B69F17AD5AC51FADB1C53DDDC3_713x0Af glæsilegri gerð
er Gylforce tilbiður.
Friðsæll einn á ferð
friður sé með yður.

Þessi stolna mynd af fréttavefnum visir.is segir meir en mörg orð um ástandið í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. 

Myndin er tekin síðdegis á Miklubrautinni um virkan dag þegar nánast allir eru á heimleið í austurátt á einkabílnum sínum. Nema hvað.

Á mynd þessari gefur að líta einn af fáu Volvovögnum sem eptir eru á vígvöllum veganna. Þessi er aukinheldur í lengri kantinum, svokallaður 3ja hásinga vagn, heldur kraftlaus en þægilegur fyrir oss vagnverja & nánast alltaf á leið leiðanna, leið 1. Hvað um það.

Ef sérakrein væri fyrir strætó á allri Miklubrautinni & þar færu langir & umhverfisvænir vagnar á 3-7 minútna fresti (stundum kallað Borgarlína) gæti hugsast að bílaröðin yrði styttri öllum til hagsbóta. 

Góðu heilli mun sú framkvæmd - Borgarlínan - fara á gott flug á næstu misserum & árum. Það eru því spennandi tímar framundan. Maður lifandi.



Mynd: Vísir/Stefán


Bloggfærslur 26. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband