Eptir fjórtán ár á ferðinni ...

1Eptir fjórtán ár á ferðinni
mér finnst ég verðskulda
að stinga af úr (mennta)setrinu
sjá ei höfuðborgina ...

Dr. Gylforce virti allar viðveruskyldur sínar að vettugi vikudag þennan & kvaddi mennta- & menningarsetrið við Kársnesið með virktum, buktaði sig & beygði & hélt þegar í stað á vit vagna. Nema hvað.


2Tilefnið reyndist ærið hvar dr. Gylforce fagnar í dag fjórtán ára afmæli strætóbloggsins. Maður lifandi!!!

Dr.-inn hefir sönglað Halla & Ladda í allan dag enda á hann árin fjórtán sammerkt með systrunum úr Tungunum. En ekki hvað???

3Á þessum tímamótum bauð dr.-inn sjálfum sér upp á blágulan vagn úr Mjódd okkar Breiðhyltinga á leið út úr höfuðborginni, nánar tiltekið um Suðurlandið.

Dr. Gylforce sat sigri hrósandi í leið 51 & hugðist nú hafa upp á Tungunum; hvar er bærinn þeirra & hvað eru þær að sýsla þessi dægrin??? 

Doksi kallinn á aukinheldur ýmislegt sameiginlegt með þeim; klofinn upp að herðablöðum, kafloðinn & kiðfættur, vagngjarn & veðurbarinn - & ætíð vagnverji í spreng.

Hvað um það. Öngvar voru systurnar í ferð þessari en hún þó alger unaður frá A til Ö.  

Yfir&út!

Tvær úr Tungunum


Bloggfærslur 25. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband