Góðir hálsar ...???

leið 24 breyting 2019Að hálsinum nú huga þarf
heilmargt þar sem seiðir.
Munu eiga þar athvarf
enn fleiri leiðir?

Strætó bs. hefir í mörg horn að líta varðandi hið lostfagra leiðakerfi. Stjórn byggðasamlagsins fær reglulega sent erindi inn á borð til sín þess efnis að breyta & bæta leiðum.

22 7 aEin af þeim er frá fyrirtækjum upp á hálsi. Aðeins ein leið, leið 16, ekur um hálsahverfið með heldur takmörkuðum hætti aukinheldur sem leiðir 5  & 15 aka þarna rétt hjá.

Strætó bs. hefir uppi hugmyndir um hvernig megi efla þjónustustigið á þessu svæði. Og eru þær nokkuð djarfar að mati doksa. Það er láta leið 24 fara um hálsahverfið og sleppa akstri til og frá Ártúni. Með þessu móti tengjast hálsarnir Grafarvogi, Mjódd, Kópavogi og Garðabæ sem yrði efalítið mjög gott.

Á móti kemur að það hlýtur að teljast afar óheppilegt að sleppa leið 24 við tengingu við allar hinar leiðirnar í Ártúninu. Allt er þetta þó bara á umræðustigi enn sem komið er. 

Sjáum hvað setur.

 


Bloggfærslur 3. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband