Fimm & fimmtán ...

55576093_339880499974835_4951275703698980864_nBus-ar bregða af leið
brautin er of þröng.
Á Barónsstígnum beið
blístraði & söng.

Hinn bljúgi & bænheyrði dr. Gylforce var ekki lengi að böðlast á leið eptir að hafa blessað börnin í mennta- & menningarsetrinu við Kársnes. Nema hvað.

Dr.-inn hapði vitaskuld mikinn hug á að kynna sér leiðir fimm & fimmtán, hvar þær aka nú um Barónsstíg, Egils- & Bergþórugötu vegna framkvæmda við nýjan Landspítala. En ekki hvað???

Hart sækir hægðartregða
helsár - nema hvað!
Af leið nú bus-ar bregða
bölvanlegt er það!

Að þessu sinni náði hinn geðþekki Gylforce einungis að klófesta leið 15 í blástri miklum við Barónsstíginn.  Karleplið varð að gera sér að góðu að skella hettunni upp - maður lifandi!

baronsstigurbus (Small)Fyrsta upplifun doksa kallsins á þessari nýju leið var sú að þrengslin eru mikil enda götur þessar ekki gerðar fyrir níu metra langa vagna. Allt slapp þetta svo sem í þetta sinn en gert er ráð fyrir því að leiðirnar tvær, 5 & 15, aki þarna um næstu sex árin vegna framkvæmda við hátæknisjúkrahúsið.

Takk fyrir túkall!

Það verður eitthvað!

En, meira síðar mínir virðulegu vagnverjar!






Miðmynd: frettabladid.is



Bloggfærslur 27. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband