Stappað í strætó ...

64640495_2176799862389598_7948235150486142976_oGlaðan dag að gera sér
í glampandi sól.
Strætisvagn þá ávallt er
okkar besta skjól.

Huga þarf að tíðni hér
á hátíðardegi.
Fjölga ferðum í korter
svo fækki verjum eigi.

þjappað á þjóðhátíðardaginn

178 aAð vissu leyti teljast það gleðileg tíðindi hvar urmull vagnverja hugðist fara með vinum vorum - vögnunum - í miðbæinn á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Maður lifandi.

799508Illu heilli hefir sunnudagsáætlun verið í gangi þennan dag. Urðu því nokkrir vagnverjar frá að hverfa & bíða í hálftíma eptir næsta vagni.

Vonandi kippir Strætó bs. þessu í liðinn fyrir næsta þjóðhátíðardag & býður upp á þéttari tíðni á stærstu leiðum sínum.

Amen.


Bloggfærslur 18. júní 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband