Stafræn strætóskýli ...

1151558Í strætóskýlum stafrænu
standa þar verjar senn.
Í gegnum þau dökkgrænu
gustar þó vindur enn.

Strætóskýlin stafrænu

Nú hafa verið sett upp tvö svokölluð stafræn strætóskýli sem vér vagnverjar munum vonandi taka fagnandi. Aðallega er dr. Gylforce spenntur fyrir nýjum "fídus" í þeim hvar hægt verður að vita hvursu langt er í næsta vagn. Nema hvað.

imagesSett verða upp 210 stafræn skýli en í aðeins um 50 þeirra verður stafrænt rauntímakort & hægt að vita hvenær næsti vagn kemur. Af hverju það er aðeins í um fjórðung skýlanna áttar dr.-inn sig ekki á en vonandi verðum þeim svo fjölgað hægt & rólega.

Dropinn holar jú steininn.

Annað af skýlunum er að finna við Kringlumýrarbraut & í þessum töluðu orðum (eða því sem næst) er dr. Gylforce á leiðinni þangað.

Yfir&út!





(efri mynd: mbl.is)


Bloggfærslur 17. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband