Leiðir & umferðarlykkjur ...

69359358_741350379640654_2178613089925070848_nLífið eru lyklar
er leita að skrá.
Leiðir eru miklar
sem langar mig að sjá.

Nú sem fyrr eru vagnarnir - vinir vorir - heldur betur í þjóðfélagsumræðunni. Nema hvað - maður lifandi!

Umferðarþunginn á höfuðborgarsvæðinu á morgnana virðist vera að ná nýjum hæðum eða lægðum öllu heldur, hvar halarófurnar lengjast bara og lengjast. Illu heilli.

Vefmiðillinn mbl.is fór á stúfana & hefir verið að velta umferðartöfunum fyrir sér. Eitt innslagið leit dagsins ljós í dag hvar skólameistari Borgarholtsskóla í Grafarvogi var tekinn tali vegna umferðarþungans. Af loptmynd af skólalóðinni hjá honum að dæma virðist hver einasti nemandi - 1350 stykki - vera á bíl með tilheyrandi plássi fyrir þann fararskjóta. Það eru MÖRG bílastæði!

Skólameistari vill frítt í strætó

downloadSkólameistarinn ræddi þar að margir nemendur hans séu um 1,5-2 klst. á leið til og frá skóla. Ef við gefum okkur það að nokkur hundruð nemendur séu einn & hálfan tíma til & frá vinnustað sínum virðast þeir vera um 45 mínútur hvora leið, ekki satt? Það finnst meistaranum alltof langur tími ef dr.-inn skilur viðtalið rétt.

Ósjálfrátt fór dr. Gylforce að líta í eigin barm. Kom þá upp úr dúrnum að dr.-inn er 32 mínútur frá Stútulautarseli sínu að mennta- & menningarsetrinu við Kársnes. Hafa ber í huga að Borgarholtsskóli er lengst upp í Grafarvogi & seint talinn í miðju höfuðborgarsvæðisins eða hvað??? 

sba 56M.o.ö. það er ekki skelfilegur ferðatími fyrir ungmenni að ferðast 45 mínútur í skólann sinn. Þá klykkti skólameistarinn út með því að langbest væri að gefa grunn- & framhaldsskólanemendum frítt í strætó. Það er fín hugmynd svo sem - tökum hana síðar.

44474698_249924592536365_6628654316200656896_nHvað um það. Á morgun hyggst dr. Gylforce taka sér far með einum blágulum vagni & halda í vesturátt. Hipp-hipp húrreyyy!




Í blágulan brátt held 
Borgarnes mér kynni.
Í kósístund & kveld
með kærustunni minni. 


Munaður í morgunsárið ...

69960060_2494275870829528_2869813446864535552_n69397509_618644388663542_4147266450182111232_nHinn lúrni & letilegi dr. Gylforce lagði af stað í unaðinn - vagnana - í morgunsárið, hvar hann loksins gat litið aðeins á stemmninguna snemmindis. Nema hvað.

Munaður í morgunferð
með mínum vinum.
Bíltúrinn af bestu gerð
bið ég fyrir hinum. 
(sem ekki nýta sér unað þennan)

Dr. Gylforce fékk vitaskuld rafvagn á leið 4 & var ekki lengi að nýta sér töskuhólfið í þessum kynngimagnaða & umhverfisvæna vagni frá kommúnistunum í Kína. En ekki hvað???

Ferðin var þéttskipuð - góðu heilli - & aksturslag vagnstýrunnar til fyrirmyndar. 

Dr.-inn gerði svá stuttan stans í leið 35 frá þeim Kynnisferðum til þess eins jú að komast í mennta- & menningarsetrið hér við Kársnes & kastala.  Hann var heldur kaldur & napur stutti Iveco Crossway vagn þeirra & greinilega ekki búið að hita hann nógu vel upp fyrir okkur vagnverjana.

Koma svoooo Kynnisferðir - koma svoooo!


Bloggfærslur 29. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband