Á öfugum akreinum ...???

E180E0EC-FF82-4DA9-BF15-9CA8A6F117F6Vagninn í aðra átt
á öfugum vegi?
Mun nást saman sátt?
Slíkt veit ég eigi.

Vill strætó á öfugar akreinar

Hún er allra athygliverð tillagan sem framkvæmdastjóri Strætós setti fram á Rás 2 í morgun. Reyndar hefir þetta heyrst áður en nú er ljóst að aðgerða er þörf & bið er eigi í boði lengur.

Framkvæmdastjórinn vill að vagnarnir fái að aka á akrein í hina áttina á annatíma, hvar fáir eru á ferli í gagnstæða átt við umferðarþungann. Eðli málsins samkvæmt eru allir á sömu leið & því vel hægt að nota eina akrein í hina áttina fyrir vagnana. Þetta er í senn vel gerlegt og spennandi verkefni.

1132412Hinsvegar þarf væntanlega töluverðar framkvæmdir til þess að unnt sé að koma þessu í kring & huga sérstaklega vel að öryggisþættinum. 

Þar sem þetta hefir verið gert erlendis er opt notast við steypuklumpa sem eru ofan í jörðu & settir eru upp á ákveðnum tímum, t.d. á morgnana virka daga & síðdegis.

Vonandi verður þetta skoðað strax af alvöru því ljóst er að umferðarmálin eru í ólestri í borginni & ekki nóg að bíða bara eptir Borgarlínunni.

Strætó er alveg jafn fastur í umferðinni á flestum stöðum eins & aðrir. Alltof fáar sérakreinar eru fyrir hendi en um það hefir dr. Gylforce rætt & ritað hér á þessum vettvangi í urmul ára.

Koma svo!

Yfir&út!


Bloggfærslur 30. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband