Dr. Gylforce hefir tekið sér gott frí frá bloggi þessu en mætir nú tvíefldur til leiks. En ekki hvað??? Strætó og almenningssamgöngur virðast nú daglegt brauð í fréttamiðlum landsins sem er yfirleitt vel enda umferðarhnútar & óáran með mesta móti í höfuðborginni þetta haustið. Nema hvað.
Í slíku ástandi er líklegt að vagnverjum fjölgi & því mikilvægt að upplifun þeirra sé sem best frá byrjun. Tölur sýna að æ fleiri nýta sér vagnana & vonandi verður framhald á því.
Verjunum fjölgar
Þó hefir borið á vagnstjórum sem virðast á hálum ís & vegi við vinnu sína. Það skal hinsvegar skýrt tekið fram að reynsla dr. Gylforce er að flestir séu þeir til mikillar fyrirmyndar og sinni starfi sínu af alúð & yfirvegun. En ávallt eru einhverjir sem virðast ekki vera með sín dekk & drif í lagi. Illu heilli.
Vagnstjóri í ruglinu
Vagnstjórar: Þið vaknið nú
viðhorf ykkar bætið.
Eflið vagnsins von & trú
& verjana kætið.
Samgöngur | 21.9.2019 | 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 21. september 2019
Færsluflokkar
Bloggvinir
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar