Meira metan ...

metaninnStjórn Strætó bs. gaf á dögunum grænt ljós fyrir kaupum á tveimur strætisvögnum með hraði & án útboðs. Nema hvað.

Ekki er vanþörf - heldur vagnþörf - á að hressa upp á heldur aldurshniginn vagnaflota byggðasamlagsins. 

57415238_428905894539102_8021642506716315648_n12345Það var ljóst frá upphafi að ekki yrði um rafvagna frá Kína að ræða enda 14 slíkir komnir til landsins nú þegar & um að gera að sjá hvernig þeir pluma sig á vígvöllum veganna. Aukinheldur eru þeir dýrir í innkaupum þótt það jafni sig fljótt út þegar bensín/dísilreikningurinn er borinn saman við rafhleðsluna. Hvað um það.

Strætó bs. festi fjár í tveimur notuðum - en þó nýlegum - metanvögnum frá Scania sem er fagnaðarefni. Fyrir á byggðasamlagið tvo gamla sænskættaða vagna sem ganga fyrir metan & því löngu tímabært að fá fleiri. Auk þess eru þrír metanvagnar í notkun hjá Strætisvögnum Akureyrar, SVA, nyrðra.

metanstraetoAnnar af tveimur vögnunum kom til landsins á dögunum. Hér er um lítið ekinn & vel með farinn sýningarvagn að ræða sem er enn skjannahvítur en mun væntanlega breytast í fagurgulan innan tíðar.  

Copy_of_Straeto_mid (1)Vonandi bregður honum fyrir á vígvöllum veganna eins fljótt & auðið er. Dr. Gylforce getur vart beðið - maður lifandi!

Brátt við fáum bljúgan metan
sem bætir umhverfið.
Sannanlega góð er setan
& sæla fyrir vistkerfið.

 




Efsta mynd: Guðmundur Heiðar

 

 

 




Bloggfærslur 23. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband