Þá kemur leið nítján á ný
nautn fyrir Gaflara.
Vélfákum sínum gefa frí
& fljótt ná að spara.
Leið 19 á nýLoksins grillir í góðar breytingar á hinu lostfagra leiðakerfi í Firðinum.
Dr. Gylforce hefir kallað eptir uppstokkun þessari um nokkra hríð. Alltof mörg leiðanúmer eru í gangi hjá Göflurum eins & staðan er í dag aukinheldur sem sumar leiðir ganga bara á morgnana meðan aðrar hafa alls kyns tíðni sem ruglar bara vagnverjann í ríminu. Nema hvað.
Sett verður á stofn leið 19 & á hún að leysa af hólmi leiðir 22, 33, 34, 43, 44. Áður var leið þessi til & þjónusta m.a. Norðlingaholtið. Hvað um það.
Stefnt er að því að leið 19 hefji leik á vígvöllum veganna á miðju næsta ári sem verður vonandi til þess að vagnverjum fjölgi til muna.
Samgöngur | 24.9.2019 | 16:08 (breytt kl. 22:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 24. september 2019
Færsluflokkar
Bloggvinir
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar