Í vagna varanlega leyfð
verjunum til góðs.
Þau sitja öll óhreyfð
öngvan bíta til blóðs.
Gæludýr til góðs
Á dögunum bárust þær gleðifregnir úr ranni Strætós þess efnis að byggðasamlagið hyggst sækja um varanlegt leyfi til þess að hafa gæludýr í vögnunum.Tilraunaverkefni hefir tekist vel til & segjast um helmingur vagnstjóra & vagnverja vera ánægt með þessa tilhögun að hafa gæludýr í vögnunum. En ekki hvað???
Aðeins um tíu athugasemdir hafa borist Strætó frá vagnverjum vegna dýranna sem er nú ekki mikið miðað við umfang leiðakerfisins, fjölda vagna & vagnverja.
Þetta gleður hinn kattþrifna dr. Gylforce & augljóst með öllu að öngvinn hundur er í okkur vagnverjum.
Amen!
Myndir: frettabladid.is & stundin.is
Samgöngur | 5.9.2019 | 21:42 (breytt kl. 21:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 5. september 2019
Færsluflokkar
Bloggvinir
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar