Ferðamáti & loftslagskvíði ...

DtY_2Oz_qamq_2400x1260_Z1s0OL9m_fbLoftslagskvíði leitar á
landsmenn - ekki skrýtið.
Ferðamáti til & frá
frekar breytist lítið.

Loftslagskvíði

Í fréttum Ríkissjónvarpsins um helgina kom nokk merkilegt fram hvar fréttamaður fór á stúfana & spurði fólk um loftslagskvíða og ferðamáta.

62206_432037993347_1520205_nÞar kom fram að töluverður hluti fólks hefir áhyggjur af loftslagsmálum. Aukinheldur var vísað í könnun hvar fram kemur að um fimmtungur landsmanna ber nokkurn kvíðboga varðandi þessi mál. 

nýtt leiðanetÖngvu að síður hapði enginn viðmælandi fréttastofu breytt ferðavenjum sínum. Kannski er það ekki skrýtið en svo virðist sem illa gangi að fá höfuðborgarbúa til þess að nota t.d. almenningssamgöngur. Hlutfall ferða hefir staðið í stað um alllangt skeið, er aðeins um 4% af öllum ferðum, og virðist ganga erfiðlega að hækka þá tölu.

Strætó bs. er vitaskuld meðvitað um þetta og hefir hafið sókn með nýju leiðaneti sem er í vinnslu samfara hinni margumtöluðu Borgarlínu.

Vonandi verður breyting á þessu á næstu árum & áratugum enda fátt í boði annað en að hvetja almenning til þess að ferðast á sem fjölbreyttastan hátt. 


Bloggfærslur 12. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband