Ákall að norðan ...

12345Fleiri ferðir & stundvísi
færri í sínum öngum.
Í bænum birtist sáttfýsi
fyrir bættum samgöngum.

Tíðari ferðir & stundvísi

AlbumImageEitthvað virðast vera að rofa til hjá Norðlendingum, hvar þeir hafa sett á laggirnar alls kyns rýnihópa með það fyrir augum að breyta & bæta leiðakerfið nyrðra. Nema hvað.

1582213932_stratotAkureyrarbær hefir meira að segja hlustað á & hapt samráð við börn & unglinga varðandi strætó & leiðakerfið í heild. Það er afar vel gert hjá stjórnendum bæjarins & vonandi hlusta þeir vel. Börn hafa nefnilega mikið til málanna að leggja í þessum málaflokki auk þess sem þau eru vagnverjar framtíðarinnar. En ekki hvað???

akureyri oddeyringarDr. Gylforce hefir margopt rætt um það hér hversu furðulegt leiðakerfið er í höfuðstað Norðurlands. Fjórir vagnar aka þar þvers & kruss á sex leiðum sem flestar eru ekki með góða tíðni aukinheldur sem steininn tekur úr á kvöldin & um helgar með einni leið á klukkutímafresti.

Dr.-inn elur þá von í brjósti að Oddeyringar & nærsveitamenn nái nú loksins að gera leiðakerfið þétt & skilvirkt enda er það mikill plús nyrðra að hafa vagnana - vini vora - gjaldfrjálsa.

Amen.


Bloggfærslur 22. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband