Hönnunarteymið hossast af stað
hér geturðu um það lesið.
Hamraborg/Hlemmur - nema hvað
mun "hæpa" upp Kársnesið.
Hönnunarteymi á vegum Borgarlínunnar er komið á fullt & hyggst koma með drög í vor að fyrstu áföngunum tveimur á línunni.
Áfangarnir eru alls um 13 kílómetrar að lengd; annar frá Hamraborginni háu & fögru í Voginum að Hlemmtorgi en hinn verður frá Hlemmi að Ártúni.Aukinheldur mun teymið koma með tillögur um hvers konar vagnar eigi að vera í Borgarlínunni (rafmagns-, vetni- eða metanvagnar).
Ennfremur verða drög að nýju leiðakerfi kynnt svo fátt eitt sé nefnt.Með Borgarlínu & brú frá Kársnesi yfir í Vatnsmýrina skapast gríðarleg tækifæri fyrir nesverja & efalítið verður þetta mikil lyftistöng fyrir svæðið og það eftirsóknarverðara en ella. En ekki hvað???
Mennta- & menningarsetrið við Kársnes, hvar dr. Gylforce starfar, mun ekki láta sitt eptir liggja. Setrið hyggst verða leiðandi á næstu misserum & árum í því að leiðbeina ungviðinu um ágæti vistvænna ferðamáta enda rímar slíkt afar vel við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem nú eru mjög í brennidepli.
Það er því vor í lopti hvað betri almenningssamgöngur varðar & ekki hægt að segja annað en að dr. Gylforce sé fullur tilhlökkunar.
Amen.
Samgöngur | 7.2.2020 | 08:50 (breytt kl. 09:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 7. febrúar 2020
Færsluflokkar
Bloggvinir
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar