Vorið kemur með væntingar ...

72954652_1224973924358595_2857662121095725056_nHönnunarteymið hossast af stað
hér geturðu um það lesið.
Hamraborg/Hlemmur - nema hvað
mun "hæpa" upp Kársnesið.

Hönnunarteymi á vegum Borgarlínunnar er komið á fullt & hyggst koma með drög í vor að fyrstu áföngunum tveimur á línunni.

Áfangarnir eru alls um 13 kílómetrar að lengd; annar frá Hamraborginni háu & fögru í Voginum að Hlemmtorgi en hinn verður frá Hlemmi að Ártúni.

Fyrstu-tveir-áfangar-Borgarl-1024x722Aukinheldur mun teymið koma með tillögur um hvers konar vagnar eigi að vera í Borgarlínunni (rafmagns-, vetni- eða metanvagnar).

Ennfremur verða drög að nýju leiðakerfi kynnt svo fátt eitt sé nefnt.

borgarlina_infographic_9Með Borgarlínu & brú frá Kársnesi yfir í Vatnsmýrina skapast gríðarleg tækifæri fyrir nesverja & efalítið verður þetta mikil lyftistöng fyrir svæðið og það eftirsóknarverðara en ella. En ekki hvað???

Mennta- & menningarsetrið við Kársnes, hvar dr. Gylforce starfar, mun ekki láta sitt eptir liggja. Setrið hyggst verða leiðandi á næstu misserum & árum í því að leiðbeina ungviðinu um ágæti vistvænna ferðamáta enda rímar slíkt afar vel við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem nú eru mjög í brennidepli.

Það er því vor í lopti hvað betri almenningssamgöngur varðar & ekki hægt að segja annað en að dr. Gylforce sé fullur tilhlökkunar.

Amen.  


Bloggfærslur 7. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband