Fyrsti leggur Borgarlínu ...

línanLínunnar leggur fyrsti
lostfagur að sjá.
Ég algjörlega mig missti
mig langar henn´að ná.

Línan lostfagra

270m bru mynd 12 01032018 utg.1ab 1024x681Fyrsti hluti Borgarlínunnar var kynntur formlega í gær. Um er að ræða 13 kílómetra leið frá Hamraborg að Ártúnsholti (og öfugt) með 25 stoppistöðvum, þar af 5 svokölluðum kjarnastöðvum.

1132412Fimm kjarnastöðvar verða í þessum fyrsta legg; Hamraborg, BSÍ, Lækjartorg, Hlemmur & Vogabyggð. Þar verður auðvelt að skipta úr línunni yfir í hefðbundna vagna aukinheldur sem stutt á að vera í verslanir og þjónustu. Nema hvað.

94120853 1377351699120816 3125911806875271168 oÞað er vel til fundið að fara með línuna um fjölmennt verslunar- & þjónustusvæði eins og Suðurlandsbraut, Múla & Skeifuna í stað þess að láta hana líða t.d. um Miklubrautina áleiðis upp í Ártún. Sú leið kemur efalítið síðar.

60718560 10156634762223655 3855669897707126784 oEf vel á takast með þetta fyrsta spor verður að hafa þétta tíðni að mati dr.´s. Í sumum skýrslum um Borgarlínuna er að finna hugmyndir um að hafa hana á tveggja mínútna fresti á ákveðnum svæðum á annatíma.

Það er vel & verður vonandi að veruleika. Annars staðar sér maður tíma eins 5-7 mínútur á milli vagna á álagstímum.

Hvað sem því líður er fátt því til fyrirstöðu að leið þessi verði komin á fulla ferð einhvern tíma á árinu 2023.

Sá er hér párar getur vart beðið!!!


Bloggfærslur 25. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband