Við undanþágu þiggjum nú
& þjótum með vagni.
Aukin tíðni upp úr þrjú
með unaðsrafmagni.
Undanþága
Gleðifregnir berast nú frá ráðuneyti heilbrigðismála hvar byggðasamlagið hefir fengið undanþágu frá fjarlægðartakmörkunum - hinni svokölluðu tveggja metra reglu - frá & með 4. maí næstkomandi.Enn eru þó fjöldatakmarkanir í vögnum vorum en miðast nú við þrjátíu vagnverja. Aukinheldur verður fremsta hurðin lokuð enn um sinn & vagnverjar beðnir um að sýna kort sín með sama hætti & áður.
Aukin tíðni verður á leið leiðanna, leið 1, á annatíma bæði morgna & síðdegis. Verður leið þessi þá á 15 mínútna tíðni sem er gleðilegt þótt venjulega komi hún á tíu mínútna fresti. Hvað um það.
Leik- & grunnskólakort verða ekki í gildi enda erfitt að koma stórum hópum í vagnana þegar einungis 30 mega vera þar samtímis. En ekki hvað???
Vonandi taka vagnverjar við sér enda virðist faraldurinn í nokkurri rénun sem er einkar ánægjulegt. Kannski verður hægt að koma leiðakerfinu í eðlilegt horf í sumar - hvur veit???
Samgöngur | 30.4.2020 | 19:54 (breytt kl. 19:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 30. apríl 2020
Færsluflokkar
Bloggvinir
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar