Átjánda er áætlun ný
öll við þá fögnum.
Förum út um borg & bý
brunandi í vögnum.
Sumaráætlun
Hið þrælmagnaða þríeyki Almannavarna hefir tekist að halda hinum skæða faraldri það vel í skefjum undanfarna daga að byggðasamlagið hefir loksins ákveðið að fjölga ferðum vagnanna. Góðu heilli.Í mörgum fjölmiðlum er talað um að óskert tíðni verði frá & með 18. maí næstkomandi. Það er ekki alveg rétt því í sumaráætluninni aka þrjár leiðir, 18, 24 & 28 á hálftímafresti en ekki korters.
Hvað um það. Dr.-inn hlakkar mikið til að fá vini sína - vagnana - aptur á almennilega tíðni aukinheldur sem það hentar honum líka betur að láta ekki leiðir 35 & 36 leggja af stað á sama tíma úr Hamraborginni háu & fögru.
Yfir&út!
Samgöngur | 13.5.2020 | 19:55 (breytt kl. 20:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 13. maí 2020
Færsluflokkar
Bloggvinir
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 123807
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar