Gagnavagninn ...

Doktorinn vildi í Daðann
& dreif sig á hans fund.
Vagninn mig gerir glaðan
ég gleymi stað & stund.

Öll við sællega syngjum
sönglar hann næsta stopp.
Leitaði dyrum & dyngjum
djöfulsins þetta flopp!

Dr. Gylforce hélt rakleitt á vit vagna hér í gettóinu, hvar hann vildi að sjálfsögðu næla sér í Gagnavagninn hans Daða á leið 4. En ekki hvað???

Venju samkvæmt valhoppaði doksi kallinn af eftirvæntingu út í næsta skýli. Ekki reyndist vagn dr.´s vera Gagnavagninn geðþekki & því lítið annað að gera en skunda með honum í Mjódd okkar Breiðhyltinga & sjá hinn fjarkann.

1Ekki var það Gagnavagninn & því fátt annað í stöðunni en að halda í Hamraborgina & athuga með þriðja vagninn á leið 4.

Enn bólaði ekkert á Gagnavagninum & þraut Gylforceinn hér öreindið & einhenti sér í leið 2 & hélt um lendur Vatnsendans.

Vonandi nær dr. Gylforce í skottið á Gagnavagninum á morgun. Koma svoooooo!!!

Yfir&út!





Bloggfærslur 22. maí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband