Doktorinn vildi í Daðann
& dreif sig á hans fund.
Vagninn mig gerir glaðan
ég gleymi stað & stund.
Öll við sællega syngjum
sönglar hann næsta stopp.
Leitaði dyrum & dyngjum
djöfulsins þetta flopp!
Dr. Gylforce hélt rakleitt á vit vagna hér í gettóinu, hvar hann vildi að sjálfsögðu næla sér í Gagnavagninn hans Daða á leið 4. En ekki hvað???
Venju samkvæmt valhoppaði doksi kallinn af eftirvæntingu út í næsta skýli. Ekki reyndist vagn dr.´s vera Gagnavagninn geðþekki & því lítið annað að gera en skunda með honum í Mjódd okkar Breiðhyltinga & sjá hinn fjarkann.Ekki var það Gagnavagninn & því fátt annað í stöðunni en að halda í Hamraborgina & athuga með þriðja vagninn á leið 4.
Enn bólaði ekkert á Gagnavagninum & þraut Gylforceinn hér öreindið & einhenti sér í leið 2 & hélt um lendur Vatnsendans.
Vonandi nær dr. Gylforce í skottið á Gagnavagninum á morgun. Koma svoooooo!!!
Yfir&út!
Samgöngur | 22.5.2020 | 00:15 (breytt kl. 00:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 22. maí 2020
Færsluflokkar
Bloggvinir
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 123807
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar