Bábilja í borgarfulltrúa ...

Vigga greyið vill ei nekt
á vagnana sælu.
Löngu orðin vel landsþekkt
fyrir lygi & þvælu.

Borgarfulltrúi Miðflokksins fer mikinn á samfélagsmiðlum dag þennan vegna auglýsingar Ljósmæðrafélagsins á rafvagni í tilefni af 200 ára afmæli Florence Nightengale. Er auglýsing þessi ekki fyrir viðkvæma að mati hans aukinheldur sem nakið fólk geti vart verið heppileg ásýndar fyrir verðandi farþega Borgarlínunnar. Humm, humm???

2018LCNNBKcCA4Ekki er langt síðan sami einstaklingur hapði allt á hornum sér varðandi kaup Strætós á 14 rafvögnum frá Kína. Í því samhengi var ýjað að spillingu vegna þess að stjórnarformaður fyrirtækisins, sem hefur umboð fyrir rafvagnana, er fyrrum þungavigtarmaður í Samfylkingunni, sem er sami flokkur og borgarstjórinn er í. Síðar kom upp úr dúrnum að kaupin voru ákveðin árið 2016 en samfylkingarmaðurinn varð stjórnarformaður tveimur árum síðar & því afar hæpið að hann hafi hlutast til um málið. Nema hvað.

1067086Á síðasta ári skeiðaði fulltrúinn svo enn á samfélagsmiðla & lét hátt vegna svokallaðra innviðagjalda Reykjavíkurborgar. Taldi hann sterk rök fyrir því að þau væru ólögmæt því lagastoð skorti fyrir þessum gjöldum. Á dögunum gekk dómur í málinu hvar Reykjavíkurborg var sýknuð í málinu. 

Hví eru fjölmiðlar alltaf að lepja þessa þvælu upp???

Vigga viðutan


Boðsferð fyrir börnin ...

Borgarferð, betra verð
boðsferð sem rokkar!
Annálsverð, unaðsferð
eykur velferð okkar.

Byggðasamlagið Strætó er heldur betur í stuði yfir hásumarið, hvar þeir bjóða í júlímánuði upp á spennandi tilboð fyrir fjölskylduna. Maður lifandi!

Börn, sem eru 17 ára og yngri & í fylgd með forsjáraðila, fá frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu í júlí. Takk fyrir túkall!

1150343Hinn fullorðni skal framvísa gildu fargjaldi, eins & strætókorti, appi, farmiðum eða pening og börnin sem eru í fylgd þeirra fá að ferðast frítt með.

Vá, geggjað! Strætó - besta leiðin!

 


Bloggfærslur 1. júlí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband