Með böggum hildar harla
hrikalegur vandi.
Vagnarnir eru varla
á vetur setjandi.
Já, dr. Gylforce er heldur betur með böggum hildar hvað vagnakost byggðasamlagsins áhrærir & kvíðir vetrinum. Maður lifandi!Öngvinn nýr vagn kemur í flotann á árinu 2020 vegna Covid og tekjufalls & verður að notast við gömlu jálkana eina ferðina enn.
Enda þótt dr.-inn sé mikill aðdáandi sænskættuðu vagnanna Scania Omnilink er ljóst að þeir eru alveg á síðustu (kíló)metrunum.
Góðu heilli eru nýju metanvagnarnir hvítu frá Svíaríki & vonar dr.-inn að byggðasamlagið verði duglegra að láta þá á fleiri leiðir en 6 & 18.
Vonandi nær Strætó bs. að fjármagna ný kaup á vögnum fljótt á næsta ári því útboðsferlið tekur tíma. Við gætum þá átt von á nýjum vögnum á vordögum 2021.
Doksi kallinn getur vart beðið.
Bílar og akstur | 23.8.2020 | 12:26 (breytt kl. 12:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 23. ágúst 2020
Færsluflokkar
Bloggvinir
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 124135
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar