Endurtaka þarf leikinn ...

línanEr nú framkvæmdafrestun
fljótt þarf að brúa bil.
Borgarlína er bestun
borgarbúum heilla til.

Foxvoxbrúin fagra

106045456_10158378895784265_8973053461172517967_oIllu heilli var hönnunarsamkeppni um Fossvogsbrúna fögru felld úr gildi á dögunum. Ljóst er að halda þarf aðra keppni sem mun fresta framkvæmdum um einhvern tíma.

Talsmaður Borgarlínunnar telur þó að frestunin hafi ekki áhrif á áætlun fyrsta legg línunnar en hann á að vera tilbúinn árið 2023.

Fossvogsbrúin er vitaskuld lykilatriði í Borgarlínunni enda mun hún valda straumhvörfum fyrir Kópvæginga, einkum þá sem búa á Kársnesinu. Maður lifandi!






Févíti & fokk ...

Ef fargjaldið á
eigi að greiða
mun farþeginn fá
fésekt leiða.

Févíti & fokk

Hægt & bítandi er Ísland að færast inn í nútímann hvað almenningssamgöngur varðar. Góðu heilli. Stafræn strætóskýli með rauntímakorti vagna hafa verið tekin í notkun út um allan bæ, raf- & metanvagnar eru að ryðja sér til rúms, greiðslulausnin Klappið er handan við hornið aukinheldur sem Borgarlínan er í burðarliðnum. Maður lifandi!

CaptureAukinheldur er í smíðum í samgöngu- & sveitarstjórnarráðuneytinu lög sem heimila að beita sektum eða svokölluðum févítum á þá farþega sem ekki inna greiðslu af hendi í vini vora - vagnana. 

Það verður sumsé ekki lengur í höndum vagnstjórans að fylgjast með hvort vagnverjar borga eður ei. Það er vel. Hlutverk hans á eingöngu að vera aksturinn, halda áætlun & aðstoða vagnverja sem þurfa á því að halda en reyna þó að lágmarka slíkt. Óþarfa spjall við vagnstjórann er ekki lengur í boði. Hvað um það.

Enn & aptur - það eru því spennandi tímar framundan.


Bloggfærslur 4. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband