Enn virðast kirkjunnar menn hafa brjóst í sér til þess að finna fallegu auglýsingunni frá Sunnudagaskólanum allt til foráttu af hinum síðhærða Jesú Kristi, brosandi & með andlitsfarða. Nema hvað.
Vissulega mega sálnahirðar & sálusorgarar þessa lands segja það þeim býr í brjósti. En ekki hvað?? Það er ekki Gylforce-ins að skipta sér af því svo sem. En hann kennir örlítið í brjósti um þá sem æsa sig yfir þessari saklausu mynd af Frelsaranum.
Doksi kallinn vonar bara að hinn fagri Jesúvagn fái að vera í friði á vígvöllum veganna næstu misseri.
& talandi um Jesúvagninn. Dr. Gylforce varð viðþolslaus heimavið, varð að valhoppa á næstu stoppistöð & fara góða ferð með Kristi. En ekki hvað???
Ég valhoppaði viðþolslaus
varð að finna Krist.
Eptir mikið röfl & raus
rambaði ég á tvist.
Öngvinn Kristur, varð kolvitlaus
kannaði marga vagna.
Ég reyndi samt að halda haus
halda kjafti & þagna.
Illu heilli fann dr.-inn ekki Jesúvagninn þetta annars ágæta kvöld. Reynir aptur á morgun.
Amen.
Samgöngur | 12.9.2020 | 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 12. september 2020
Færsluflokkar
Bloggvinir
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 124135
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar