Gufunes & Grafarvogur ...




Við sænskættaða í slagtogi
í þrásetunni dvaldi
Gylforceinn í Grafarvogi
- glaður þar vagna taldi.

Hinn kratíski en þó fráleitt klunnalegi dr. Gylforce var alls ekki á kunnuglegum slóðum í gær hvar hann heimsótti grafvogska vagnverja. Að mati doksa eru þeir lukkunnar pamfílar hvar þeir fá einatt sænskættaða vagna á hinni sjöttu leið & voru þeir nú ekki af verri endanum í gær. Öðru nær.

6Scania Omnilink réð ríkjum í gær & ók um gerskar grundir Grafarvogs. Á leið 6 voru eðalvagnarnir 101, 103, 107 & 110 Omnilink með allri sinni mýkt & þýðleika. Líklegt má þó telja að vagnar þessir kveðji vígvelli veganna þegar nýju Crossway vagnarnir koma öðru hvoru megin við áramótin.

Grafvogskir vagnverjar líta vart á sig sem Reykvíkinga & er óhætt að segja að hverfisvitund sé mjög rík í þessum bæjarhluta. Gjörhygli doksa greindi mikla nálægð Grafvoginga við náttúruna & vitaskuld margar forvitnilegar vagnaleiðir. Þarna aka t.d. leiðir 6, 18, 24, 26 & 31. Ekki aka þær þó allar um helgar. 

Dr.-inn tók til kostanna leið 6 & átti unaðsstundir með þeim eins & myndbandið glögglega sýnir. Áður hapði doksi kallinn hóað í 215 Crossway á leið 24 & vitaskuld hinn sænskættaða 302 Volvovagn sem ók leið 35 að þessu sinni.


Mynd: citybus.piwigo.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að einu vagnarnir sem detti út verði fimm af Heuliez dvergvöxnu vögnunum og Scania liðvagninn.

K.v.

Jón Þ

Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 23.11.2014 kl. 21:19

2 Smámynd: Dr. Gylforce

Það er ánægjulegt að heyra. Mér fannst bara eins og Strætó bs. væri að nota Omnilink 101-110 meira en venjulega & því að reyna að keyra þá út. Ég er mjög ánægður með Omnilink vagnanna enda þótt þeir séu að verða 14 ára gamlir :)

Dr. Gylforce, 25.11.2014 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband