Strambur & strekkingur ...

20140831121139-0d937026Hinn ákafi en þó fráleitt ofsafengni dr. Gylforce endasentist á vagnavachtina í gærkvöldi hvar hann fékk tvær sérferðir aukinheldur sem vagnarnir voru af ýmsum toga. Nema hvað.

Það sem helst bar til tíðinda var að í Mjódd þeirra Breiðhyltinga var skipt um vagn á leið 4. Ugglaust vekur það ekki furðu en klukkan var 22:51 & stutt eptir af vacht vagnanna þegar 132 Citelisvagninn dró sig í hlé & inn á vígvöllinn kom hinn sænskættaði 104 Omnilink. Góðu heilli.

Aukinheldur kom dr.-inn auga á eitt athyglisvert. Það var nýr vagn frá þeim Fjarðarmönnum á leið 12; spánnýr Irisbus Crossway sem bar númerið 219. Því miður var vagn dr.´s að skríða af stað þegar sá nýi kom í Mjóddina en þennan vagn verður doksi að kanna. Það er morgunljóst.

Dr. Gylforce fékk sérferð með leið 35 í gærkvöldi frá Stútulaut sinni. Sænskættaður 303 Volvovagn kom & keyrði hringinn & var það heldur hvimleitt að vagnstjórinn var yfirleitt á undan áætlun. Þannig var vagninn þremur mínútum fyrr á ferðinni eystur í Engihjalla en vant er & skrýtið að vagnstjórinn skyldi hvergi tímajafna vagninn. Hvað um það.

Dr.-inn fékk aptur sérferð með sænskættuðum á leið 28 frá Dalvegi áleiðis að Hálsatorgi. Því næst lá leiðin í meginlandsvagn númer 123 á leið 4 & hélt Gylforce-inn með honum að Mjódd þeirra Breiðhyltinga.

Eptir kvöldið er óhætt að segja að yfirburðir Svíans hafi verið algerir. Nú sem fyrr. Enda þótt dr.-inn sé spenntur fyrir 20 nýjum Crossway vögnum sem koma eftir áramótin, þýðir koma þeirra ugglaust að hinum sænskættuðu vögnum fækki ennfrekar á vígvöllum veganna, sérstaklega um kvöld & helgar. Það er eigi tilhlökkunarefni.

Út um vígvöll vagnar þjást
víða mjöll á götu.
Knúsum þá með kærleiksást
eins& Krist í jötu.


Mynd:citybus.piwigo.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband