Hinn hugljúfi & heillaði dr. Gylforce hefir hlammað sér kirfilega í sófann í faðmi fjölskyldunnar enda öngvar vagnaferðir á jóladag. Nema hvað.
Hinsvegar bar vel í veiði hjá doksa kallinum með hinum heilaga Þorláki. Dr.-inn var að leggja lokahönd á jólaundirbúning við Mjódd þeirra Breiðhyltinga hvar hann svá beið eptir leið 4 til þess að komast í Voginn.
Þá sá dr.-inn nýjasta vagn þeirra Fjarðarmanna á leið 11. Það er hinn spánnýi 219 Crossway vagn. Doksi kallinn varð að breyta ferðaplani sínu um hæl til þess að komast í kynni við vagninn nýja.
Hinn fagri 219 vagn var mjög þýður & hljóðlátur, sætin dúnmjúk & ferðin öll hin þægilegasta þrátt fyrir vetrarfærð. Dr.-inn sat sem fastast að Hlemmnum hvar hann hóaði í leið 4 & svá í hinn funheita MAN 305 vagn á leið 35.
Það verður spennandi að sjá hvort nýju vagnarnir tuttugu sem byggðasamlagið fær í byrjun nýs árs verði ekki af sömu tegund & þessi. Vonandi.
Liggja nú í leti
leiðirnar í fríi.
Fyrir eru á fleti
fáir eins& nýi.
Flokkur: Bloggar | 25.12.2014 | 17:17 (breytt 27.12.2014 kl. 16:16) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.