Hinn fráleitt lúðótti en þó ávallt ljúfi dr. Gylforce réð sér vart fyrir kæti í gær hvar nýja leiðakerfið var komið á fulla ferð. Nú skyldi gaman verða. Aukinheldur voru komnir á vígvelli veganna glæsilegir Crossway vagnar hjá Strætó bs., um 20 talsins, & því virtist taumlaus skemmtun vera framundan. Eða hvað???
Dr. Gylforce sté í fyrsta sinn inn í stuttan Heuliez vagn sem nú er á leið 35. Þetta er aukavagn til að mæta korterstíðni á annatíma. Um koppagrundir Kópavogs hefir orðið fyrir valinu 159 Heuliez sem áður var á leið 4 & því ekki svo ókunnugur póstnúmerinu 200.
Það er allra athyglivert að byggðasamlagið sjálft annist annan vagninn á leið 35 en hinn kemur frá verktakanum vestur á Kársnesi, Kynnisferðum. Hvað um það.
Dr.-inn sá aukinheldur urmul af nýju vögnunum & gat ekki annað en að tekið eina góða þrásetu með 177 Crossway vagninum sem er glærnýr vagn & settur á B-vachtina á leið 4. Gaman að því en vitaskuld saknar doksi kallinn gamla 177 Omnicity vagnsins.
Eftir ýmsa vagna & fínar dvalir meðal vinanna - vagnanna - tók dr.-inn leið 4 frá Hlemmi & fékk þar 168 Karosavagninn. Hann er þar enn. Vagninn ekur nú austur Háaleitisbraut & svá vestur Miklubraut & virðist það vera vel heppnuð breyting.
Í Hamraborg okkar Kópvæginga hoppaði dr. Gylforce út úr leið 4 & hljóp aptur inn í 159 Heuliez-inn á leið 35. Vagninn var orðinn of seinn en samt fór hann ekki af stað. Svá kom vagnstjórinn & viti menn; sami vagnstjóri & keyrði doksa á leið 4. Sumsé vaktaskipti. Gott & vel.
Vagnstjórinn spratt úr spori & fór venju samkvæmt niður á Kópavogsbraut framhjá Sunnuhlíðinni. Við gatnamótin hjá Melbrautinni hægði hann vel á vagninum & muldraði eitthvað. Dr.-inn var aldrei þess vant mjög aptarlega í vagninum & heyrði ekki hvað hann sagði.
Rétt áður en leið 35 kom að næstu gatnamótum Kópavogsbrautar & Urðarbrautar heyrðist vagnstjórinn kalla aftur í vagninn & spyrja hreinlega hvort hann ætti að beygja eða halda áfram!!!
Hann sumsé þekkti ekki leiðina sem hann átti að keyra. Dr.-inn hefir nú lent í ýmsu í gegnum tíðina í vögnunum, sérstaklega þegar verktakinn Teitur Jónasson var að keyra, en minnist þess ekki að hafa hapt vagnstjóra sem þekkti ekki leiðina. Vissulega eiga þeir til að ruglast á leiðum sem þeir aka en þessi vissi ekkert hvað hann var að gera.
Góðu heilli fór dr.-inn fljótlega út. Vonandi komust aðrir vagnverjar heilir og höldnu á áfangastaði sína.
Heyr á endemi!!!
Allar duttu dauðar lýs
doksi í þeysireið.
Hyggjulaus á Heuliez
sem hapði ei vit á leið.
Mynd: citybus.piwigo.com
Flokkur: Bloggar | 6.1.2015 | 14:50 (breytt 20.2.2015 kl. 09:09) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.