Hinn góðlyndi & gæski dr. Gylforce gekk hröðum skrefum í gær út úr mennta- & menningarsetrinu hér við Kársnes & Kastala hvar hann hugði á vagnavachtina. Enn & aptur - aptur & enn. Nema hvað.
Verktakinn vestur á Kársnesi sendi á vettvang hinn sænskættaða 306 Volvo-vagn á leið 35. Sá er nýkominn aptur á vígvöllinn eptir að hafa brætt úr sér í endalausum hringjum upp á þá hörðustu & aptur til baka á leið 28. En ekki hvað???
Dr. Gylforce tók til kostanna leið 4 að þessu sinni. Erfitt hefir henni reynst að halda tímaáætlun sinni & verða gerðar breytingar á leiðinni ásamt nokkrum öðrum hinn 22. mars nk. Leiðir 2 & 4 eiga t.a.m. afar erfitt með að koma tímanlega upp í Hamraborg á leið í hverfin & ljóst að breytinga er þörf.Dr. Gylforce fékk eins & hálfs árs gamlan gæða Crossway vagn eystur við Engihjalla. Sá hefir númerið 135 & færði dr.-inn fagurlega í Mjódd þeirra Breiðhyltinga. Doksi kallinn henti sér aukinheldur inn í fleiri vagna á leið 4. Urmull vagnverja var í flestum þeirra & athyglivert að sjá 135, 139, 177, 178 & 179 Crossway vagnana á vachtinni.
Þá settist Stútulautarhertoginn inn í einn 169 Karosavagninn á leið 4 & leið með honum frá Mjódd að Hamraborg okkar Kópvæginga. Doksi kallinn náði sumsé að hitta fyrir sex af þeim sjö vögnum sem eru á leið 4 á annatíma. Ekki amalegt það.
Svo er upprunninn nýr dagur með nýjum vögnum & ævintýrum. Dr.-inn getur vart beðið eptir því að losna úr menningunni & halda á vit vagna. Maður lifandi!
Gleði færir Gylforce í ár
& glettni fyrir alla.
Blandan verður bros og tár
& bundna málið snjalla.
Neðri mynd: citybus.piwigo.com
Flokkur: Bloggar | 13.3.2015 | 08:41 (breytt kl. 15:17) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 124119
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.