Hinn lágstemmdi & ljúflegi dr. Gylforce hefir opt leitt hugann að því hve vinir vorir - vagnarnir - eru illa merktir að innanverðu. Í öllum löndum sem doksi hefir komið til er reynt að hafa upplýsingaflæðið til vagnverja eins & best er á kosið. Hér er því vart til að dreifa. Nema hvað.
Hvar sem maður kemur er t.a.m. stórt & skýrt skilti í vagninum sem sýnir hvaða leið vagninn er að fara. Allar stoppustöðvar eru inn á kortinu og jafnvel tengimöguleikar við aðrar leiðir. Hér sést ekkert slíkt heldur bara eitt skilti á stangli um að setja nú ekki fæturnar í sætin, óþarfa spjall við vagnstjóra ekki heimilt o.s.frv.
Hjá Strætó bs. hafa vagnamálin þróast á þann veg að mikil rótering er á vögnum byggðasamlasgins. Í kvöld- & helgaráætluninni keyrir einn vagn t.d. þrjár leiðir, þ.e. leiðir 2,3 & 4. Slík ráðstöfun flækir mjög allar merkingar á vögnum hvað einstaka leið varðar. Dr.-inn hepði haldið að nær væri að hverfa aftur til þess þegar einn vagn ók eina leið & hefjast handa við að merkja vagnana vel.
Það verk skal vanda, oss vagnverjum til handa!
Merkja skal nú vagna vel
svo verjar munu fagna.
Ég þann draum í brjósti el
að fá í alla vagna.
Flokkur: Bloggar | 9.4.2015 | 13:31 (breytt kl. 17:33) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 124119
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.