Hinn lausmælgi en þó ljúflegi dr. Gylforce hefir legið í vögnunum - vinum vorum - undanfarna daga hvar hann hefir hinsvegar ekki fundið tíma til að krabba & klóra það niður á lyklaborðið. Fyrr en nú. Nema hvað.
Dr.-inn gladdist mjög í morgun hvar hann komst í hina sænskættuðu Volvo-vagna byggðasamlagsins. Doksi kallinn beið eptir vagni við Snorrabraut hvar þar komu bæði 188 & 189 vagnarnir á leið 15. Þessir vagnar voru hér forðum notaðir á leiðum 1 & 6 en hafa nú fengið pásu & aka aðeins á annatímum. En ekki hvað???Dr. Gylforce varð nokk argur & illur er hann settist inn í leið 35 í gær. Vagnstjórinn var á spjalli við einn vagnverjann & gleymdi að leggja af stað tímanlega. Þegar klukkan var orðin 9:40 & vagninn um þremur mínútum of seinn spurði einn vagnverjinn hverju þetta sætti. Þá vaknaði vagnstjórinn til lífsins & óð af stað. Þeir verða að halda áætlun þótt annatíminn sé liðinn.
Eitt er mjög einkennandi fyrir marga vagnstjóra; Útvarp saga er iðulega í gangi. & reyndar í botni hjá þeim flestum. Hún virðist eiga hljómgrunn & væri gaman að gera óformlega könnun á því hversu opt hún heyrist í þeim vögnum er doksi tekur.
Það er bara spurning um að hrinda þeirri könnun í framkvæmd hið snarasta!
Litur vagna er orange
er verður bara betri.
Besti vinur vagnstjórans
er vaðallinn í Pétri.
Myndir: utvarpsaga.is & dv.is
Flokkur: Bloggar | 5.5.2015 | 12:22 (breytt kl. 12:28) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.