Hinn kaldi & kaldranalegi dr. Gylforce kom sér til vina vorra - vagnanna - í sólkulda gærdagsins. Vitaskuld. Augu dr.´s eru aptur orðinn haukfrá, skörp & hvöss hvar hann & þá sá að byggðasamlagið bauð upp á hinn gamla & sænskættaða 184 Scania Omnicity á aukavaktinni á leið 35 síðdegis. Svíinn hefir áður á sést á þeirri leið en doksi tók hann nú í fyrsta sinn. Nema hvað.
Dr. Gylforce telst svo til að 184 Omnicity sé nú eini slíki sem eptir er í umferð en þeir voru lengi vel 12 talsins. Einn þeirra fór illa í árekstri þannig að iðulega hafa þeir verið ellefu á vígvöllum veganna. Omnicity vagninn virðist nú bara notaður í neyð þrátt fyrir að vera ekki eldri en 14 ára gamall. Hvað um það.Vonandi verður 184 vagninum ekki fargað þegar að því kemur & sá gamli geymdur fyrir væntanlegt strætóminjasafn.
Dr.-inn mun vitaskuld sækja það fast að veita því safni forstöðu - en ekki hvað???
Þótt hyggðin doksa hamli
hann fer þó sína leið.
Á götunum er sá gamli
göfugur þar í neyð.
Myndir: citybus.piwigo.com
Flokkur: Bloggar | 7.5.2015 | 08:25 (breytt kl. 09:38) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.