Miðbæjarmæða ...

pod_2010_05_24_downtown2 (1)Hinn stúri en þó stórslysalausi dr. Gylforce hefir áhyggjur af stöðu vagna & leiða í miðbæ þeirra Reykvíkinga. Nema hvað.

Fyrir um tveimur árum var hafist handa við að endurgera Hverfisgötuna. Öllum vögnum var því beint frá Hlemmi að Sæbraut & öfugt. Var opt & einatt talað um að þetta væri tímabundin aðgerð. Öngvu að síður voru sett upp varanleg strætóskýli á Sæbrautinni & ekki laust við að á doksa kallinn rynnu nokkrar grímur. En ekki hvað???

Nú er framkvæmdum lokið við Hverfisgötu en öngvir vagnar fara þar um. Þykir gatan Hverfis vera of þröng & óhentug fyrir stóru gulu ferlíkin. Þá er staðan sú að vagnar aka Snorrabraut, Gömlu-Hringbraut, Lækjargötu & Sæbraut. Öngvir vagnar fara nær miðbænum en það. Ugglaust fagna íbúarnir miðbæjarins sem virðast vera orðnir langþreyttir á rútum í tengslum við ferðamenn. Hvað um það.

hverfisgataDr.-inn sér hvergi hvernig eigi að hátta vagnamálum í miðborginni. Heyrst hefir af & til af einhverjum litlum vistvænum vögnum & léttlestum en ekkert sem hægt er að festa hönd á.

Dr.-inn bíður allavega spenntur.

Er í bæinn á að æða
öngva vagna er að fá.
Alger miðbæjarmæða
marklaust Strætó hjá.


Myndir: mayhem-chaos.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband