Gift & gæfa ...

132Hinn fullsæli & fjörugi dr. Gylforce fór heldur betur á fjörurnar við vini vora, vagnana í gær. Nema hvað. Doksi kallinn átti vitaskuld unaðsstundir meða eðal vagna & virðulegra vagnverja. En ekki hvað???

Eitt var þó heldur hvimleitt sem áður hefir reyndar verið minnst hér á. Dr.-inn skellti sér í leið 4 rétt fyrir klukkan tvö & fékk hinn glænýja & glæsta 178 Crossway vagn. Reyndist hann vera um fjórum mínútum of seinn þegar hann kom. Hvað um það. 

Doksi kallinn dreif sig inn & sýndi vagnstjóranum appið í símanum. Stjórinn sá stöðvaði doksa & sagði: "Þú átt ekki að gera þetta svona. Þú átt að hafa símann í hægri hendinni svo ég þurfi ekki að snúa mér til að sjá á skjáinn." Svo tók hann sér góðan tíma í að sýna dr.-num hvernig ætti að gera þetta. Í sjálfu sér á þessi athugasemd rétt á sér en þegar vagninn var núþegar orðinn of seinn er þetta afar furðulegt. Enda þýddi þetta að leið 4 kom heilum 6 mínútum of seint í Hamraborgina, var þar kl. 14:07 í stað kl. 14:01. Dr.-inn rétt náði í skottið á leið 35 en hún á einmitt að fara klukkan 14:07.

Að mati dr.´s eiga vagnstjórar að leggja höfuðáherslu á að keyra vagninn enda er það erfitt & mjög krefjandi starf. Þeir eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að halda áætlun. Byggðasamlagið á svo að auka veg eptirlitsmanna í vögnunum & geta þeir komið með þessar athugasemdir eins & vagnstjórinn gerði við doksa. Nóg um það.

Dr.-inn einhenti sér í leið 17 að þessu sinni frá Hlemmi. Þar var 132 Citelis vagninn á leið upp í Mjódd & gráupplagt að vera með í för. Eitthvað létu vagnverjar á sér standa í þeirri ferð eins & sjá má í myndskeiðinu hér að neðan. 

Eptir gott starfsdagsstrit
stökk dokorinn af stað. 
Hélt á sitt vagnavit
velliðan - en ekki hvað???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband