Guðlast & goðgá ...

lei_51.jpgHinn guðdómlegi & glysgjarni dr. Gylforce gekk til vagnarannsókna í hádeginu hvar það gekk afar vel & allt eins & best verður á kosið. Nema eitt. Nema hvað.

Í Mjódd þeirra Breiðhyltinga kom dr.-inn með hinum glænýja & glæsta Crossway vagni á leið 4. Rak þá doksa kallinn í rogastans hvar hvít rúta blasti við honum á leið 51. Hún var aukinheldur illa merkt & ljóst að forvígismenn byggðasamlagsins verða að gera betur en þetta. Hvað um það.

Dr.-inn gaf sig vitaskuld á tal við vagnverja sem að þessu sinni voru ferðamenn. Furðuðu þeir sig á því að hvíta rútan væri leið 51 enda fengið upplýsingar um annan lit á vögnum sem færu um landið. En ekki hvað???

Hvíta rútan klúður er
sem komast má hjá.
Byggðasamlaginu ber
að bæta úr goðgá!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband