Tökum lagið með trompet
tjúttið má ei þagna.
Nú er komið þráðlaust net
í næstum alla vagna.
Byggðasamlagið Strætó heldur áfram að bæta þjónustuna við oss vagnverja & hefir nú skellt nettengingu í vagna sína. Haf fyrir þökk!
Reyndar er verktakinn vestur á Kársnesi, sem ekur leiðum 28 & 35, ekki kominn svo langt því ekki fann dr.-inn net í hinum funheita & engilsaxnesa 305 MAN vagni á leið 35 í gær. Vonandi verða verktakarnir ekki eftirbátar byggðasamlagsins.
Að mati dr.´s þarf nú Strætó bs. að hefjast handa við að setja upp betri merkingar, bæði í vögnunum & í biðskýlum. Byggðasamlagið þarf að halda áfram að festa vagna á ákveðnum leiðum & setja upp mynd af þeirri leið, öllum biðstöðvum & tengimöguleikum. Þá þarf að setja upp skilti í biðskýlum sem sýna hve langt er í vagninn. Vonandi koma þau á næstu misserum.
Koma svo byggðasamlag - þið getið þetta!
http://www.straeto.is/um-straeto/frettir/nr/889
Flokkur: Bloggar | 25.9.2015 | 08:15 (breytt kl. 08:17) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.