Að ánetjast neti ...

wifiTökum lagið með trompet
tjúttið má ei þagna.
Nú er komið þráðlaust net
í næstum alla vagna.

Byggðasamlagið Strætó heldur áfram að bæta þjónustuna við oss vagnverja & hefir nú skellt nettengingu í vagna sína. Haf fyrir þökk!

Reyndar er verktakinn vestur á Kársnesi, sem ekur leiðum 28 & 35, ekki kominn svo langt því ekki fann dr.-inn net í hinum funheita & engilsaxnesa 305 MAN vagni á leið 35 í gær. Vonandi verða verktakarnir ekki eftirbátar byggðasamlagsins.

Að mati dr.´s þarf nú Strætó bs. að hefjast handa við að setja upp betri merkingar, bæði í vögnunum & í biðskýlum. Byggðasamlagið þarf að halda áfram að festa vagna á ákveðnum leiðum & setja upp mynd af þeirri leið, öllum biðstöðvum & tengimöguleikum. 

Donnycarney RPTI Screen - 221010Þá þarf að setja upp skilti í biðskýlum sem sýna hve langt er í vagninn. Vonandi koma þau á næstu misserum.

Koma svo byggðasamlag - þið getið þetta! 

http://www.straeto.is/um-straeto/frettir/nr/889


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband