Hinn þrýstni & þungvægi dr. Gylforce er í þungum þönkum eptir skrautlega ferð með leið 35 í gær. Í annað sinn á þessu ári upplifir dr.-inn vagnstjóra á leið 35 sem þekkir ekki leiðina & lendir í vandræðum. Maður lifandi.
Tveir strætisvagnar aka leið 35 á annatíma. Annar þeirra er frá Kynnisferðum. Þar á bæ þekkja vagnstjórarnir leiðina en nokkrum þeirra er ómögulegt að fylgja tímaáætluninni. Hvað um það.
Seinni vagninn kemur frá Strætó bs. Þar hefjast vandræðin því byggðasamlagið virðist senda menn út á örkina sem vita ekkert hvert þeir eru að fara. Ef Gylforce-inn hepði ekki verið í 156 vagninum sem fór frá Hamraborg kl. 15:52 er ekki gott að segja hvernig hepði farið.
Vagninn ók Nýbýlaveg & var kominn að Álfabrekku þegar dr. Gylforce tók eptir því að vagnstjórinn var í símanum. Doksi kallinn hugðist taka mynd af honum í símanum þegar hann tók líka eptir því að hann var á strætósíðunni að reyna að finna út úr því hvert hann ætti að fara! Aukinheldur hélt hann á möppu með mynd af leið 35. Það er ekki mjög traustvekjandi að sitja í strætisvagni & sjá vagnstjórann með símann í annarri hendinni & möppu í hinni!!!
Við Engihjalla stoppaði hann & þá sá dr.-inn að hann var alveg villtur. Hann fór því til hans & stóð við hlið hans alla leið & benti: "Beygja hægri, svo vinstri o.s.frv." Vagnstjórinn var greinilega af erlendu bergi brotinn & því hvorki kunnugur Voginum fagra né tungumálinu.
Augljóslega er þetta ekki boðlegt & hlýtur byggðasamlagið að tryggja að svona gerist ekki aptur. Bílstjórar með meirapróf eru eftirsóttir þessi dægrin & því kannski meiri starfsmannavelta á vagnstjórum en ella. Það breytir því ekki að það þarf að undirbúa mennina betur en þetta.
Villuráfandi vagnstjóri
var honum ekkert tjáð?
Þótt hann í kolli sér klóri
kunni hann öngvin ráð.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.9.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 124093
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.