Nýyfirdekkjuð nautn ...

20120612031718-d2a6a2d2Hinn lífspaki & leitandi dr. Gylforce leit við í vögnunum - vinum vorum - vitaskuld um helgina & nú í morgun. Nema hvað. 

Í morgun lagði doksi kallinn leið sína í leið 35 hvar hann fékk að þessu sinni Karosavagninn númer 169. Þetta er vagn í eigu Strætó bs. & fagnar hann nú 10 ára afmæli sínu.

Dr.-inn hefir ekki séð vagn þennan undanfarið & skýrist það ugglaust að því að nýtt áklæði er komið í hann. Skartar vagninn fagurrauðum sætum sem eiga efalítið uppruna sinn í gömlu Scania Omnicity vögnunum. 

Það er afar gott til þess að vita að byggðasamlagið sé að endurnýta hlutina & reyni að nota sem mest úr vögnum sem horfnir eru yfir móðuna miklu.

Hlaðið í kópvægskt kvæði
kominn er mánuður nýr.
Vagninn með vandað klæði
& vagnverjinn ávallt hýr.


Mynd: citybus.piwigo.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband