Hinn vel byggði & fráleitt brjóstumkennanlegi dr. Gylforce vonar svo innilega að byggðasamlagið, Strætó bs., taki sig til á næsta ári & breyti hinu lostfagra leiðakerfi í efri byggðum Kópavogs. Nema hvað.
Það færi betur á því að leið 2 aki í gegnum linda-, sala-, kóra- & hvarfahverfi & endi ferð sína niður í Mjódd þeirra Breiðhyltinga í staðinn fyrir leið 28.
Þess í stað væri skynsamlegra að láta leið 28 þjónusta salahverfið betur með því að aka upp hjá Ársölum & taka þar hringinn sem stofnleiðin leið 2 sér um. Hverfaleiðin 28 gæti hæglega ekið að Salalaug, snúið þar við & tekið þennan hring sem nú er í höndum stofnleiðarinnar.
Það "meikar meiri sens" að stofnleiðir aki á milli stórra biðstöðva með tengimöguleika líkt & Mjóddin er frekar en hverfaleið á borð við 28 geri það. Hvað um það.
Í efri byggðum breyta þarf
brautum vina minna.
Löðurmannlegt & létt starf
- lítið mál að sinna.
Hinn lauflétti dr. Gylforce hélt í fjórar ferðir í hádegi daxins & náði góðri - en stuttri - setu í þremur vögnum. En ekki hvað???Við mennta- & menningarsetrið við Kársnes & Kastala er aðeins um einn vagn að ræða utan annatíma, hinn funheita & engilsaxneska 305 MAN vagn á leið 35. Eptir að hafa kastað á hann góðri kveðju kynntist doksi kallinn tveimur nýjum Crossway vögnum 177 & 179.
Báðir eru þeir á leið 4 sem á alltaf jafn erfitt með að halda áætlun frá Mjódd að Hamraborginni, líka utan háannatíma.
En það er önnur saga.
Flokkur: Bloggar | 4.11.2015 | 13:53 (breytt kl. 13:57) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 123952
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.