Breytinga er þörf í efri byggðum ...

imagesHinn vel byggði & fráleitt brjóstumkennanlegi dr. Gylforce vonar svo innilega að byggðasamlagið, Strætó bs., taki sig til á næsta ári & breyti hinu lostfagra leiðakerfi í efri byggðum Kópavogs. Nema hvað.

Það færi betur á því að leið 2 aki í gegnum linda-, sala-, kóra- & hvarfahverfi & endi ferð sína niður í Mjódd þeirra Breiðhyltinga í staðinn fyrir leið 28.

Þess í stað væri skynsamlegra að láta leið 28 þjónusta salahverfið betur með því að aka upp hjá Ársölum & taka þar hringinn sem stofnleiðin leið 2 sér um. Hverfaleiðin 28 gæti hæglega ekið að Salalaug, snúið þar við & tekið þennan hring sem nú er í höndum stofnleiðarinnar.

Það "meikar meiri sens" að stofnleiðir aki á milli stórra biðstöðva með tengimöguleika líkt & Mjóddin er frekar en hverfaleið á borð við 28 geri það. Hvað um það.

Í efri byggðum breyta þarf
brautum vina minna.
Löðurmannlegt & létt starf
- lítið mál að sinna.

Hinn lauflétti dr. Gylforce hélt í fjórar ferðir í hádegi daxins & náði góðri - en stuttri - setu í þremur vögnum. En ekki hvað???

20131749563_403f8e0969_mVið mennta- & menningarsetrið við Kársnes & Kastala er aðeins um einn vagn að ræða utan annatíma, hinn funheita & engilsaxneska 305 MAN vagn á leið 35. Eptir að hafa kastað á hann góðri kveðju kynntist doksi kallinn tveimur nýjum Crossway vögnum 177 & 179.

Báðir eru þeir á leið 4 sem á alltaf jafn erfitt með að halda áætlun frá Mjódd að Hamraborginni, líka utan háannatíma. 

En það er önnur saga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband