Hinn nýtilegi & nothæfi dr. Gylforce hefir setið í hægindastól sínum heimavið í fegurstu laut jarðarinnar, Stútulautinni, hvar hann hefir velt vöngum yfir stofnleiðunum þremur; 1, 3, & 6.
Fjölmennustu leiðirnar í hinu lostfagra leiðakerfi eru leiðir 1 & 6. Þar er bætt við mörgum aukavögnum á annatímum til þess að koma okkur vagnverjum á áfangastað. Leiðir 1, 3, & 6 aka allar frá Lækjartorgi að Hlemmi en tiltölulega fáir vagnverjar fara út á þeim spotta. Það sýnir væntanlega vagnverjatalning byggðasamlagsins sem það framkvæmir í október ár hvert & eru gríðarlega mikilvæg gögn að mati dr.´s.
Það væri gott að skoða hvort ekki mætti fækka þessum ferðum og láta eina eða jafnvel tvær af þessum leiðum enda við Lækjartorg. Með því sparast mikill akstur um Sæbrautina fyrir ekki svo marga vagnverja í raun.
Aukinheldur er mikill samgangur með leiðum 3 & 6 frá Hlemmi út í hverfi. Þar mætti líka velta vöngum yfir því hvort ekki sé hægt að nýta vagna & fé byggðasamlagsins betur.
Bara pæling!
Frá Lækjartorgi leiðir þrjár
liggja þétt við steina.
Eigi eru það ferðir til fjár
fækka ætti í eina.
Flokkur: Bloggar | 5.11.2015 | 08:57 (breytt kl. 09:03) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 123952
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Væri ekki upplagt að koma upp skiptistöð við Hörpuna þegar að Hlemmur lokar endanlega.
Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 5.11.2015 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.