Samgöngukort ...

samgöngu

Hinn samhaldssami & samgönguglaði dr. Gylforce frá Stútulaut hefir fallið í stafi & verið nokk hissa á Strætó bs. hvað samgöngukortið varðar.

Á annað hundrað fyrirtækja & stofnana hafa mótað sér samgöngustefnu & hvatt starfsfólk sitt til að ferðast til & frá vinnu með vistvænum hætti.

Starfsfólkinu býðst samgöngukort frá Strætó sem er árskort í vagnana á höfuðborgarsvæðinu & kostar eitthvað um 60.000 kr. eða um 5000,- kr. á mánuði. Efalítið geta töluvert margir lagt bíl númer tvö & eða jafnvel þrjú á heimilum, fengið sér kort þetta & sparað sér mörg hundruð þúsund krónur á ári.

Að mati dr.´s þarf Strætó bs. að sækja fram í þessum fyrirtækjum & stofnunum & kynna samgöngukortið með myndarlegum hætti. Við mennta- & menningarsetrið hér við Kársnes & Kastala þekkir t.a.m. öngvinn kortið & býður doksa kallinum í grun að svipuð staða sé á fleiri vinnustöðvum.

Í unaðsferðir kortið er
& allir spara.
Nýtið ykkur í nóvember
- njótið kostakjara!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband