Í fréttamiðlum undanfarið hefir komið fram að töluvert sé um fölsuð strætókort í umferð. Framkvæmdastjóri byggðasamlagsins gengur svo langt & telur að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Nema hvað.
Að mati dr.´s hefir Strætó bs. skriplað á skötu hvað varðar eptirlit í vögnunum. Það er ófært að láta vagnstjórana um að fylgjast með kortum vagnverjanna; krefjandi starf er að keyra vagnana & keppast við að halda áætlun.
Dr. Gylforce hefir ekki séð eptirlitsmenn frá Strætó um alllanga hríð. Vissulega hefir það kostnað í för með sér & líklega fleiri starfsmenn en það hlýtur að skila sér þegar upp er staðið.
Víða erlendis eru háar sektir við því að vera með fölsuð kort í almenningssamgöngukerfunum. Slíkt þarf að taka upp hér, það er morgunljóst.Aukinheldur þarf byggðasamlagið að endurvekja & efla eptirlitið til muna í vögnunum.
Táldregnir í tonnavís
af töturum & bófum.
Eptirlitið sett á ís
endurvekjum - prófum!
http://stundin.is/frett/svipt-straetokortinu-og-sokud/
Flokkur: Bloggar | 9.2.2016 | 15:22 (breytt kl. 15:36) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 123866
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.