Hinn spaki & sprellaði dr. Gylforce spekúlerar opt & einatt í því hví vér Frónbúar reynumst svona aptarlega á merarfjandanum hvað upplýsingar til vagnverja varðar.
Það virðist ætla að ganga treglega hjá Strætó bs. að setja í alla vagna plakat með mynd af leiðinni sem viðkomandi vagn ekur. Vissulega eru komnar stafrænar upplýsingatöflur & hin íðilfagra rödd Herdísar Grýlu hljómar - "næsta stopp er ...". En betur má ef duga skal.Það væri mikill akkur í því að fá stafrænar tímatöflur á helstu stoppistöðvar í hinu lostfagra leiðakerfi höfuðborgarsvæðisins. Þær eru vel þekktar í helstu stórborgum Evrópu, eins & í Lundúnum, Berlín, París, Hamborg, Dublin & víðar.
Á neðri myndinni er dr. Gylforce t.a.m. staddur á Oxford stræti í London & hugðist taka leið 10 vestur í Kensington hverfi. Með afar skýrum & einföldum hætti gat hann séð að hann varð að bíða einungis í þrjár mínútur.
Vonandi gerir byggðasamlagið bragarbót á þessu & við sjáum töflur eins & á myndinni þegar fram líða stundir.
Fiskur, kolla & kartöflur
á kránni margar gerðir.
Flottur Tjallinn með töflur
toppa þær allar ferðir.
Flokkur: Bloggar | 10.3.2016 | 16:49 (breytt kl. 23:04) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.9.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 124071
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.