Hinn glampandi & gloprulegi dr. Gylforce gjörðist víðförull vagnverji um Wall Street okkar Frónbúa þennan annars ljúfa laugardag & hapði litla vagnverjann með i för. Nema hvað.
Máske þekkja margir götuna aukinheldur undir nafninu Borgartún. Leiðir 4, 12 & 16 aka þar um & mynda þéttriðið net vagna enda er hægt að finna vinnustaði margra vagnverja á þessum bletti.Fallegasta & frægasta bygging svæðisins er efalítið Höfði. Þetta glæsilega hús var byggt af frönskum konsúl en eptir hans daga hapði þar aðsetur athafnaskáldið Einar Ben um hríð.
& gleymum eigi heimsviðburðinum mikla er Reagan & Gorbi hittust þar & heimsbyggðin hékk á hurðarhúninum & reyndi að hlusta hvað á gekk. Hvað um það.
Fleiri fyrirtæki & stofnanir eru þarna að finna; Hamborgarafabrikkuna, Höfðatorg, Hótel Cabin, Arion banka, Landsbanka & doksi veit ekki hvað & hvað.Einhverja hluta vegna fór dr. Gylforce götu þessa í þrígang í dag með leiðunum þremur; fjögur, tólf & sextán. Þetta voru allt unaðsferðir í sjálfu sér en kannske ekki alveg planlagðar í þaula.
Dr.-inn var nefninlega staddur við Holtagarða ásamt unga vagnverjarnum & hugði á för að Smáralind okkar Kópvæginga.
Fyrsta hugdetta doktorins var að hóa í leið 12 upp í Mjódd & taka þaðan leið 24 að verslunarmiðstöðinni. Gott & vel en leiðirnar ríma afar illa saman við Mjóddina svo happadrýgra reyndist að skella sér í leið 12 áleiðis að Hlemmi & tylla sér svo í leið 2 alla leið að Smáralindinni.
Doksa kallinum finnst eitthvað ankannalegt við það að þurfa að fara niður á Hlemm frá Holtagörðum þegar ferðinni er heitið í Smáralindina!!!
Hér ber þó að hafa í huga að bæði leiðir 12 & 24 eru á hálftímafresti á laugardögum en þetta hepði ugglaust ekki verið umræðuefni þegar báðar leiðirnar bera fimmtán mínútna tíðnina.
Nóg tuð í bili - yfir&út!
Hótel Cabin & hammarar
& Höfði Einars Bé.
Í glerhýsunum gangsterar
er girnast allt þitt fé.
Flokkur: Bloggar | 16.4.2016 | 22:45 (breytt kl. 23:02) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.