Hinn gallharði en þó stundum grátgjarni dr. Gylforce hefir vart getað hamið sig, hvar urmull glænýrra & glæsta vagna geysast þessi dægrin um vígvelli veganna. Nema hvað.
Dr.-inn tók leið 4 að Hlemmi síðdegis í gær til þess að fylgjast með dýrðinni - & tilkomumikil var hún - maður lifandi.
Dr. Gylforce bauð í grun að illa hafi gengið hjá Kynnisferðum að halda áætlun á leiðum 12 & 14 á annatíma síðdegis. Til að mynda beið doksi kallinn í 7 mínútur eptir 17:28 vagninum á leið 14. Þá þraut honum öreindið & sté inn í leið 12. Stuttu áður, eða um kl. 17:25 hapði dr.-inn séð 314 vagn þeirra Kynnisferða á leið 12 merktan Mjódd/Ártún. Dr.-inn tók svo þennan sama vagn kl. 17:54 (kom 2 mínútum of seint) við Þjóðarbókhlöðuna á leið upp í Mjódd þannig að hann hefir mátt vera ansi fljótur að aka inn í Laugarnes, Kleppsveg, upp í Mjódd, Breiðholtið, Ártúnið & svo allt til baka á 30 mínútum! Vissulega gerði vagninn það ekki & má telja líklegt að gleymst hafi að breyta merkingunni framan á vagninum & setja "Skeljanes". Það ruglar oss vagnverja mikið í ríminu. Hvað um það.
Eins & áður segir kom leið 12 um tveimur mínútum of seint við Þjóðarbókhlöðuna. Vagnstjóranum virtist vera alveg sama um áætlunina & skilaði vagninum átta mínútum of seint í Mjóddina eða um kl. 18:28.
Vissulega er tímatafla leiðar 12 knöpp en hepði þá ekki verið skynsamlegt að reyna að breyta því nú í ágúst?
Í fögrum vagni fékk ég mér
fljótlega sæti.
Ljúft í nýjum ávallt er
um öll þessi stræti.
Flokkur: Bloggar | 18.8.2016 | 09:48 (breytt kl. 15:08) | Facebook
Færsluflokkar
Bloggvinir
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.8.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 123976
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.